Humarveisla á Grand

Ferskur, lifandi humar frá Nýfundnalandi í Kanada verður matreiddur beint á diskinn dagana 11. -13. júní á Grand Hótel Reykjavík enn humarinn frá Nova Scotia er oft nefndur Konungur sjávarfangsins.

Nýfundnaland eða Nova Scotia er stærsti humarútflytjandi í heimi. Humarinn er sérinnfluttur lifandi til Íslands beint frá Kanada í tilefni af Nova Scotia dögunum, sem eru í samvinnu við kanadíska sendiráðið á Íslandi. 

Það verður ekta kanadískur matur á boðstólum og auk humarsins verða flutt sérstaklega inn til landsins hörpuskel, túnfiskur og blabber.

Í tilefni af Nova Scotia dögunum koma til landsins tveir matreiðslumenn, Martin Ruiz Salvador og Scott Vail, báðir vel þekktir í heimalandi sínu.

Martin Ruiz Salvador rekur franskan veitingastað, Fleur de Sel, ásamt eiginkonu sinni Sylvie í borginni Lunen burg á Nýfundnalandi. Þau sérhæfa sig í sjávarréttum og hefur veitingastaðurinn þeirra unnið til margra viðurkenninga; Fleur de Sel hefur verið kosinn einn af bestu veitingastöðum í Kanada af EnRoute tímaritinu og fengið viðurkenningu á borð við CAA/AAA Four Dimond, tvær stjörnur í „Where to eat in Canada“, tilnefndur Veitingastaður ársins 2008 af „Taste of Nova Scotia“ og einnig af Chronicle Herald.

Scott Vail er einn af stjórnendum Halliburton Boutique hótelsins í Halifax og fékk hann menntun sína á betri hótelum og veitingastöðum í Suður Ontario undir stjórn evrópskra matreiðslumeistara. Scott Vail leggur mikinn metnað í að fá hráefni frá bændum og sjómönnum frá Nova Scotia svæðinu.

 

Deila.