Sikileyskur óreganó-kjúklingur

Pollo Oreganato heitir þessi réttur á Sikiley eða Óreganókjúklingur. Mjög bragðmikill og kröftugur. Hægt að nota skinnlaus læri eða bringur.

  • 1 dl ólívuolía
  • safi úr einni sítrónu
  • 3-4 hvítlauksrif, rifinn smátt eða pressuð
  • lúka af flatlaufa steinselju, söxuð fínt
  • 2 msk þurrkað oregano
  • salt og pipar

Blandið öllu saman  í skál og veltið kjúklingabitunum upp úr. Leyfði að marinerast í um hálftíma eða svo. Grillið.

Með þessu eitthvað gott suður-evrópskt rauðvín, t.d. hið ágæta A Mano.

Deila.