Masters of Schilcher Klassik

Masters of Schilcher er heitið sem fjórar víngerðarfjölskyldur í Steiermark í Austurríki hafa valið að nota við markaðssetningu vína sinna til útflutnings.

Schilcher-vínin hafa þó lengst af verið fyrst og fremst til „heimabrúks“ þeirra austurríkismanna enda víngerðarsvæðið mjög lítið. Þetta eru rósavín úr þrúgunni Blauer Wildbacher og eru til jafnt sem hefðbundin rósavín sem freyðandi rósavín.

Masters of Schilcher Klassik er hið frambærilegasta rósavín, fallega bleikt með þokkafullri blöndu af dökkum berjum og grösugri tónum í nefi. Ferskt og nokkuð sýrumikið, gott matarvín.

2.651 króna.

 

Deila.