Verðhrun á Mo og fleiri vínum

Það hækkar ekki allt. Nokkrar víntegundir hafa verið að lækka verulega á síðustu dögum vegna gengisbreytinga og hagstæðari samninga við erlenda framleiðendur sem hafa lækkað verð til að koma móts við lágt gengi íslensku krónunnar.

Það er ekki síst frábært að sjá að vínið Sierra Salinas Mo hefur bókstaflega hrapað í verði úr 2.295 krónur í 1.895 krónur. Það voru mjög góð kaup í þessu fína víni fyrir en Mo hlýtur nú að teljast frábær kaup.

Þá hafa tvö af vínunum frá Luzon á Spáni lækkað í verð. Piquito Monastrell lækkar úr 1.690 í 1.590 krónur og Luzon Monastrell úr 2.195 krónur í 1.999 krónur.

Þá hafa öll vínin frá Cono Sur í Chile, s.s. Cono Sur Cabernet Sauvignon, Cono Sur Viognier og Cono Sur Syrah,  lækkað úr 1.795 krónur í 1.695 krónur nema Cono Sur Pinot Noir sem lækkar úr 1.895 krónum í 1.795.

Deila.