Peter Lehmann Layers 2008

Hvítvínið Layers frá Peter Lehmann í Ástralíu er blanda úr fimm þrúgum, Sémillon, Chardonnay, Pinot Gris, Gewurztraminer og Muscat en þrúgurnar koma frá héruðunum Barossa og Adelaide í Suður-Ástralíu.

Layers 2008 er létt og mjúkt, mildur sítrusávöxtur í nefi og blóm. Þægilegt vín, óeikað og ferskt.

Tilvalið t.d. með asískum réttum.

1.999 krónur. Góð kaup.

 

Deila.