Heit rúlluterta

Þessi réttur er algjör klassiker, byggður á uppskrift úr hinni stórgóðu veislubók Hagkaupa. Hlutföllin hafa breyst við notkun í gegnum árin og majonnesinu í upphaflegu uppskriftinni sleppt. Þetta slær alltaf í gegn hjá fullorðna fólkinu í afmælisveislum og hjá konunum í saumaklúbbnum.

  • 4 rúllutertubrauð
  • 2 dósir sveppasmurostur
  • 1 dós sýrður rjómi 18%
  • 2 dósir sýrður rjómi 10%
  • 500 g skinka
  • 3 litlar dósir aspasbitar
  • 1 msk Oscar grænmetiskraftur
  • 2 pokar rifinn mozzarella
  • Paprikukrydd

Skerið skinkuna í litla bita. Hrærið saman sveppaosti, sýrðum rjóma (10%), grænmetiskrafti og aspas. Smyrjið á rúllutertubrauðin, rúllið þeim upp og raðið á ofnplötu. Smyrjið með sýrðum rjóma (18%) og stráið ostinum yfir. Sáldrið paprikukryddi yfir.

Bakið í um 40 mínútur við 200 gráður.

 

 

Deila.