Vínhús ársins hjá Wine & Spirit Magazine

Bandaríska víntímaritið Wine & Spirits birtir í hefti næsta mánaðar lista yfir bestu vínhús ársins 2010. Á listanum er þau 100 vínhús sem hafa staðið sig best í smökkunum tímaritsins undanfarið ár. Nokkur vínhúsanna eru Íslendingum að góðu kunn og má þar nefna Morandé frá Chile, Guigal frá Rhone Frakklandi, Didier Dagenau frá Loire í Frakklandi, kampavínshúsið Veuve-Clicquot, Chablis-húsið William Févre, þýska Móselhúsið Dr. Loosen, Catena frá Argentínu og Castello di Querceto í Toskana á Ítalíu.

Deila.