Kientz Riesling 2008

Kientz-fjölskyldan frá þorpinu Blienschwiller er nýjasta viðbót Alsace-vína í vínbúðunum.Blienschwiller liggur nokkurn veginn mitt á milli borganna Strassborgar og Colmar og er því í hjarta vínræktarsvæðisins.

Kientz Riesling 2008 er létt og þurrt hvítvín, í nefi sítrusmikið með sítrónum og lime, bæði safi og börkur. Þetta er ekki ekki eitt af hinum þykku, feitu Alsace-vínum með mikilli dýpt og vott af sætu. Þvert á móti er þetta ferskt og töluvert sýrumikið, léttleikandi vín sem passar ágætlega með léttum fiskréttum, t.d. gufusoðnum fiski.

2.495 krónur.

 

 

Deila.