Þennan kokkteill settum við saman með henni Fleur frá Che Group í Rotterdam. Hér er betra að nota vodka en romm þar sem það dregur betur fram kóríanderbragðið.
3 cl nýpressaður limesafi
2,5 cl Peachtree
2,5 cl sykursíróp
2,5 cl Absolut Vodka
hálf lúka af kóríander
Tonic
Fyllið hátt kokkteilglas með muldum klaka og kóríander. Hellið öllu í glasið og hrærið vel með langri skeið. Toppið upp með Tonic.