Volcano

Volcano heitir þessi kokkteill frá David á Fiskmarkaðnum í Austurstræti. Þetta er sannkölluð ávaxtasprengja.

  • 2 cl Stolichsnaya Vodka
  • 6 cl ananasmauk
  • 4 cl ástaraldinsmauk
  • 3 cl Mickey Finns Vanilla Butterschotch
  • 1 cl Mickey Finns Pears
  • dass vanillusíróp
  • dass Grenadine

Setjið í kokkteilhristara ásamt klaka og hristið vel saman. Hellið í hátt kokkteilglas fyllt með muldum klaka. Skreytið með kúmkat.

Deila.