Montecillo Gran Reserva 2003

Rioja-vín hafa marga kosti. Einn helsti kostur góðra Rioja-vína er að þau eru tilbúin þegar þau eru sett á markað eftir að hafa legið í kjöllurum vínhúsanna í nokkur ár. Orðin mjúk og yndisleg.

Montecillo Gran Reserva 2003 er vín úr smiðju víngerðarkonunnar Maríu Sierra-Martinez.  Þettia er elegant og fínlegt vín, sem nýtur sín best eftir umhellingu. Vindlatóbak og viður í nefi, vanilla og krydd, smá kókos og vottur af trufflum, ávöxturinn þroskuð skógarber. Það er enn þéttingsfast í munni með vel uppbygðum tannískum strúktur sem gerir þetta að frábæru matarvíni. Klassískur Rioja, fínpússaður og flottur. Svona vín kallar á góða nautasteik.

3.299 krónur.

 

Deila.