Cepparello 2005

Paolo di Marche bóndinn í vínhúsinu Isole e Olena í Toskana er með réttu stoltur af toppvíninu sínu Cepparello, sem yfirleitt er flokka með svokölluðum Súper-Toskana-vínum.

Árgangurinn 2005 er nokkuð ólíkur þeim fyrri, 2004 var einhver besti Cepparello sem hefur verið framleiddur, 2005 er á móti með þeim þægilegri og er nú þegar ótrúlega mjúkur og aðgengilegur. Þroskaður rauður berjaávöxtur, umvafinn ristaðri eik með vanillu og kafftónum. Klassavín sem mun þurfa nokkur ár í viðbót til að toppa þrátt fyrir að vera „tilbúið“ til neyslu nú þegar.

6.140 krónur.

 

Deila.