Chateau Gomin 2007

Chateau Gomin er eitt af mörgum vínhúsum í Bordeaux sem er í eigu Lurton-fjölskyldunnar og raunar annað vín Chateau Bonnet, ættaróðals André Lurton. Vínhúsið er á svæðinu Entre-deux-Mers en þar sem að þetta er rauðvín flokkast það sem „AOC Bordeaux“. Þrúgurnar eru Cabernet Sauvignon og Merlot.

Vínið hefur nokkuð þunga dökka angan með ungum sólberjum, lakkrís og Basset’s-konfekti, vottur af eik. Svolítið hrjúft í fyrstu en með ágætis þykkt og lengd, þróast vel í glasi. Fínn, einfaldur Bordeaux á mjög góðu verði.

1.750 krónur. Góð kaup.

 

Deila.