Hvít súkkulaðimús með jarðaberjum og lime

Súkkulaðimús úr hvítu súkkúlaði með lime-marineruðum jarðarberjum er ágætis endir á góðri máltíð. Þessi uppskrif er fyrir fjóra.

Fyrsta skrefið er að búa til súkkulaðimúsina:

 • 100 gr. hvítt súkkulaði
 • 2 dl rjómi
 • 1 egg

Aðferð:

 1. Þeytið rjómann.
 2. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 3. Þeytið eggið
 4. Hrærið egginu og bráðnu súkkulaðinu saman
 5. Blandið rjómanum saman við

Setjið músina í fjórar skálar og geymið í ísskáp í að minnsta kosti fjórar stundir. Hægt er að gera músina daginn áður og geyma í ísskáp yfir nótt.

Næsta skref er að marinera jarðarberin:

 • 1 box jarðaber
 • 2 msk. Akasíuhunang
 • 1 lime

Rífið börkin af lime-ávextinum. Pressið safann. Blandið saman hunangi, lime-safa og lime-berki.

Skerið jarðarberin í bita og marinerið í 4 klukkustundir.

Til að klára réttinn eru skálarnar teknar úr ísskápnum. Jarðarberjabitunum er dreift á skálarnar og um matskeið af safanum sett í hverja skál.

 

Deila.