Rjómaeldað rótargrænmeti

Þetta er gott meðlæti með lambi, nauti og grilluðu kjöti.

  • 500 g steinseljurót og/eða hreðkur
  • 1 skalottulaukur, saxaður smátt
  • 2 dl rjómi
  • 1/2 dl hvítvín
  • ferskt timjan
  • salt og pipar

Skrælið steinseljurótina/hreðkurnar. Sjóðið ásamt 1/2 tsk af salti í fimm mínútur.

Bræðið smjörið á pönnu og mýkið skalottulaukin. Bætið rótargrænmetinu út á og steikið á miðlungshita þar til það tekur á sig smá lit. Saltið og piprið. Bætið rjómanum út á og látið malla á vægum hita í um tíu mínútur. Bætið hvítvíninu út á og eldið í 2-3 mínútur í viðbót.

Blandið um 1 msk af fersku timjan saman við rétt áður en borið er fram.

Deila.