Cajun-kryddblöndurnar eru hluti af matarmenningu New Orleans í Lousiana og má fá í flestum stórmörkuðum hér á landi.
Hráefni:
- 700 g kjúklingabringur
- 1-2 msk Cajun-krydd
- 1 búnt vorlaukur, saxaður fínt
- 6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
- 2,5 dl rjómi/matreiðslurjómi
- 1 tsk basilkrydd
- 2 msk smjör
- 500 g spaghetti
- parmesan-ostur
- Aðferð:
Skerið kjúklinginn í bita og veltið vel upp úr Cajun-kryddinu. Bræðið smjörið á pönnu og steikið kjúklingabitana á miðlungshita, í um fimm mínútur.
Bætið saxaða vorlauknum, söxuðu sólþurrkuðu tómötunum, basilkryddinu og rjómanum út á pönnuna. Saltið og piprið.
Leyfið þessu að malla á vægum hita í 20-25 mínútur.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum.
Berið kjúklinginn fram með pasta og nýrifnum parmesan-osti.