Ofnbakaðir tómatar og sítrónur

Ofnbakaðir tómatar og sítrónur eru tilvalið meðlæti með grilluðum fiski. Tómatarnir verða sætir og safaríkir og það sama má segja um sítrónurnar. Það er tilvalið að pressa safann úr þeim yfir fiskinn.

  • 8 þroskaðir tómatar
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir eða fínsaxaðir
  • 2 sítrónur
  • 1 tsk hrásykur
  • Ólífuolía
  • Maldonsalt og nýmulinn pipar

Hitið ofninn í 200 gráður.

Skerið tómatana í tvennt og hreinsið harða kjarnann úr miðjunni innan úr þeim. Setjið tómatana í eldfast fat og látið skurðhliðina snúa upp. Dreifið hvítlauknum yfir. Sáldrið sykrinum yfir. Hellið hressilega af ólívuolíu yfir. Saltið og piprið.

Skerið sítrónurnar í báta og raðið meðfram tómötunum. Eldið í 30 mínútur.

Deila.