Green Apple Mojito

Þessi útgáfa af Mojito þar sem eplalíkjör er bætt við rommið og Sprite notað í stað sódavatns var settur saman af David Harmodio Rivas Ortega á Fiskmarkaðnum.

  • 3 sneiðar lime
  • 8-10 myntublöð
  • 1 ½ tsk brúnn sykur
  • 4 cl romm
  • 3cl Mickey Finns Sour apple
  • Sprite

Drykkurinn er byggður upp eins og hefðbundinn Mojito. Byrjið á því að merja saman limesafa, sykur og myntu með staut. Fyllið glasið af muldum klaka. Hellið rommi og líkjör í glasið. Fyllið upp með Sprite og hrærið vel saman.

Deila.