Þetta er að uppistöðu klassísk bortsj, rauðrófusúpa að hætti Rússa og Pólverja, en cuminfræin gefa henni svolítið öðruvísi blæ.
- 4 tsk. ólívuolía
- ½ stór laukur
- 2 hvítlauksrif
- 1 góð tsk. Cuminfræ
- 1 kg. rauðrófur, skornar í teninga
- 1 stór kartafla, skorin í teninga
- 1,25 lítrar vatn
- 3 tsk. úrvals rauðvínsedik (einnig er hægt að notanota rauðvín blandað með góðu balsamic ).
- 1 lúka steinselja, helst flöt og gróft skorin
Jógúrtblanda
100 gr. grísk jógúrt þynnt með mjólk og 1 hvítlauksrif pressað með hnífsblaði þannig að úr verði mauk, þessu blandað saman og kryddað til með sjávarsalti og pipar.
Aðferð:
Hitið olíuna í stórri pönnu/potti, blandið saman lauk og salti í olíuna og mýkið á miðlungshita í olíunni í ca. 10 mín eða þar til laukurinn hefur tekið gylltan lit. Bætið þá við hvítlauk og cuminfræjum og eldið áfram í ca. 2 mín. Bætið þá saman við rauðrófunum og kartöflunni og blandið vel saman á pönnunni. Hellið þá vatninu á pönnuna og látið sjóða varlega í ca. 15 mín eða þar til rauðrófurnar og kartaflan eru mjúkar.
Hellið þá öllu í matvinnsluvél, það gæti þurft að gera það í tveim skömmtum, og maukið þar til mjúkt og slétt. Hellið þá aftur á pönnuna og setjið rauðvínsedikið saman við ásamt helmingnum af steinseljunni og kryddið með salti og pipar. Ef súpan er sýrumikil er gott að bæta við salti. Setjið í skálar og setjið 1-2 matskeiðar af jógúrtblöndunni ofan á súpuna ásamt steinseljunni og nokkrum dropum af góðri ólívuolíu.