Þorskhnakki með sítrónu, ólífum og capers á kartöfluköku

Þorskur nýtur vaxandi vinsælda meðal Íslendinga enda einhver besti fiskur sem fáanlegur er. Þykku hnakkastykkin eru besti hluti flaksins og er  hægt að matreiða á margvíslega vegu. Hér miðast stærðin á stykkjunum við forrétt en þau mættu vera stærri ef þetta á að vera aðalréttur.

  • 4x 100/120 grömm þorskhnakki
  • 1 sítróna
  • 4 matskeiðar capers
  • 4 matskeiðar góðar ólífur
  • 2 matskeiðar smjör
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 1 bolli hvítvín

Smjörið brúnað á pönnu með smá af ólívuolíu og þorskhnakkinn steiktur uppúr smjörinu. Taka svo þorskhnakkan af pönnunni og klárið í ofninum. Skerið börkinn af sítrónunni og skerið báta innan úr sítrónunni og setjið til hliðar. Bætið  nú hvítvíninu útí smjörið á pönnunni og látið suðuna koma upp. Bætið þá ólívunum útí og látið malla smástund, bætið þá capers útá pönnuna og síðast sítrónubátunum, kryddið með sjávarsalti og pipar.

Kartöflukaka

  • 4 stórar kartöflur
  • 2 msk smjör
  • Salt og pipar

Rífið kartöflurnar í strimla og skolið mjög vel í köldu vatni og þerrið svo vel. Bræðið smjör og blandið saman við kartöflurnar og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna á ofnplötu og dreifið henni jafnt á plötuna. Bakið svo í ofni við 190 gráður þar til kartöflustrimlarnir eru byrjaðar að brúnast. Takið þá út og skerið í 4 jafna parta, færið uppá disk.

Takið loks  þorskhnakkan og leggið á kartöflurnar og ausið síðan sósunni úr pönnunni yfir.

Hér þarf virkilega gott hvítvín með, reynið t.d. Lígúríuvínið Poggio dei Corleri Vermentino.

Deila.