Jólabjórinn frá Viking kominn

Jólabjórarnir streyma nú á markað. Þeir njóta gífurlegra vinsælda og sá mest seldi undanfarin ár hefur verið sá frá VIkin. Sérstakar ráðstafanir hafa nú verið gerðar  til að tryggja nægjanlegt magn fyrir alla.

„Ég geri ráð fyrir smá aukningu og svo verð ég tilbúinn með lögun ef á þarf að halda í byrjun desember sem vonandi dugar fram að jólum. Það er mjög erfitt að spá fyrir um söluna þegar samdráttur er í sölu hjá Vínbúðunum en jólabjórinn virðist ekki fylgja þeim formerkjum,“ segir Baldur Kárason bruggmeistari Víking Jólabjórsins.

Bruggun Víking jólabjórs tekur lengri tíma en þegar um venjulegan lagerbjór er að ræða. Karamellumalt er notað í jólabjórinn, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er hann látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið, segir í frétt frá Vífilfell.

Deila.