Stella í jólaútgáfu

Stella Artois er vinsælasti bjór Belgíu og er fáanlegur í sérstakri jólaútgáfu fyrir þesis jól og má að segja að þar sé horfið aftur til upprunans.

Brugghúsið Den Hoorn í Leuven í Belgíu á rætur að rekja aftur til ársins 1336. Stella Artois var upphaflega bruggaður í Leuven sem jólabjór og átti aðeins að vera í dreifingu yfir hátíðarnar. Bæjarbúum Leuven var gefin hátíðarflaska af bjórnum en vinsældirnar urði slíkar að ákveðið var að leyfa neytendum að njóta hans allan ársins hring.

Nafn bjórsins ber þetta með sér, en Stella þýðir stjarna á Latínu og er það vísun í jólastjörnuna. Artois er eftirnafn hins fræga bruggmeistar Sebastian Artois sem hóf störf hjá Den Hoorn árið 1708 og varð síðar eigandi brugghússins.

Til að minnast þessarar tengingar við jólin fæst Stella Artois nú í sérstakri 750ml viðhafnarúgáfu, flösku sem sækja innblástur sinn í hina klassísku Stella Artois flösku, sem sker sig svo sannarlega úr. Flaskan er glæsileg og eiguleg með kampavínstappa. Það má segja að Stella Artois sé jólabjórinn sem fékk ekki að vera „bara“ jólabjór.

Stella Artois er undirgerjaður lager bjór. Til að ná fram bragðinu sem bjórinn er þekktur fyrir þá er notað upprunalegt Stella Artois ger og aðeins besta hráefnið sem völ er á eins og Saaz humlar. Aðeins eru notuð náttúruleg hráefni og sama aðferð hefur verið notuð við blöndun og gerjun og notuð var á árum áður.

Deila.