Sjóðheitur Szechuan-kjúklingur

Matargerð Szechuan í suðurhluta Kína er þekkt fyrir að vera bragðmikil og sterkkrydduð og þaðan koma margir frábærir réttir. Það er nokkur hiti í þessum rétti enda matskeið af chiliflögum í uppskriftinni.

 • 500 g kjúklingalundir, skornar í bita
 • 2 dl cashew-hnetur, þurristaðar
 • vænt búnt af vorlauk, söxuðum
 • 4-5 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
 • 3 sm engiferrót, rifin
 • 2 dl kjúklingasoð
 • 1/2 dl sojasósa
 • 1/2 dl hvítvín
 • 1 msk ljóst edik (asískt ef þið eigið það til)
 • 1 msk chlliflögur
 • 2 msk sykur

Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana þar til þeir eru nær fulleldaðir. Takið af pönnunni og geymið.

Setjið öll önnur hráefni á pönnuna nema hneturnar og blandið vel saman. Látið malla þar til að sósan hefur soðið nokkur niður og er farin að karamelliserast.

Bætið kjúklingnum aftur á pönnuna og hrærið vel saman. Hrærið hnetunum loks saman við.

Berið fram með hrísgrjónum.

 

Deila.