Cono Sur Viognier 2010

Viognier sást lengi vel sjaldan utan heimahaganna í Suður-Frakklandi en þekktust er hún fyrir hvítvínin frá þorpinu Condrieu í norðurhluta Rhone. Þessi flotta þrúga nýtur hins vegar sívaxandi vinsælda utan Frakklands og var Cono Sur fyrsta vínhúsið í Chile til að hefja ræktun á henni.

Cono Sur Viognier 2010 er ágætlega ferskt og þægilegt hvítvín, mild apríkósu og sítrusangan, létt kryddað í munni með mildri sýru. Ágætlega snoturt. Reynið með t.d. austurlenskum mat.

1.750 krónur.

 

 

Deila.