Heimalagað rauðkál

Heimalagað rauðkál er að margra mati ómissandi með jólamatnum og sannir sælkerar gera auðvitað sitt eigið rauðkál. Hér er notað hunang í staðinn fyrir sykur.

  • 1 lítill til meðalstór rauðkálshaus
  • 1,5 dl gott vínedik, t.d. cider-edik
  • 1 dl fljótandi hunang
  • 3 dl Pomegranate-safi eða trönuberjasafi
  • 3-4 negulnaglar
  • klípa af salti

Grófsaxið kálið og setjið í stóran pott. Blandið öðru hráefni saman við. Sjóðið saman á vægum hita í eina klukkustund eða þar til rauðkálið er orðið vel mjúkt.

Fleiri uppskriftir af heimalöguðu rauðkáli má sjá með því að smella hér. 

Deila.