Trimbach Pinot Blanc 2007

Pinot Blanc er ein af klassísku Alsace-þrúgunum en hefur ekki verið nærri eins algeng hér og Riesling, Pinot Gris og Gewurztraminer. Trimbach-fjölskyldan í þorpinu Ribeauville hefur starfrækt eitthvert elsta vínhús héraðsins um aldaraðir og þetta Pinot Blanc.

Fersk angan af melónu og ferskum sítrusávexti. Skarpt, fókuserað og þurrt með ferskri, þægilegri sýru og mildum keim af ferskum kryddjurtum í lokin. Með humar og öðrum skelfiski, ekki þó í rjómasósu.

2.298. Mjög góð kaup.

 

Deila.