Isole e Olena Chianti Classico 2009

Upphaflega voru Isole og Olena tvö býli á sitt hvorri hæðinni. Paolo de Marchi sameinaði þau er hann tók við landinu árið 1976 og gerði Isole e Olena að einhverju virtasta vínhúsi Toskana.

Kjarni víngerðarinnar er klassískur Chianti Classico þar sem áherslan er að endurspegla einkenni svæðisins og árgangsins en ekki að búa til „alþjóðlegt“ vín sem breytist lítið milli ára. 2009-árgangurinn er einhver sá magnaðasti sem Paolo de Marchi hefur sent frá sér, djúpur og þroskaður, rétt að byrja að sýna síg. Þess má geta að Decanter, helsta víntímarit Bretlands, valdi þetta sem besta Chianti Classico vín árgangsins.

Vínið er myrkt á lit og í karakter, kröftugur kirsu- og krækiberjasafi,  kryddað, timjan og telauf, djúpt, sýrumikið. Yndislegt. Þarf tíma.

3.495 krónur.

 

Deila.