Las Moras Black Label Malbec 2008

Finca Las Moras er athyglisverður framleiðandi frá Argentínu, vínin eru ekki ræktuð í Mendoza líkt og flest argentínsk vín sem hafa verið á markaðnum hér á landi til þessa heldur í héraðinu San Juan.

Las Moras Black Label Malbec er hörku-Malbec. Dökkfjólublátt á lit, það fyrsta sem mætir manni þung angan af eik, ristaðri, með kaffi, púðursykri og vanillu. Vínið er töluvert eikað, en ber það vel, eikin rennur saman við kröftugan, dökkan ávöxtinn, sólberjasafa, heitan og bakaðan. Í munni mjúkt, feitt en með mildri sýru sem lyftir víninu upp.

2.990 krónur. Góð kaup.

 

Deila.