Suðurfrönsk vínveisla á Holtinu

Gérard Bertrand í Languedoc í Suður-Frakklandier framsækið vínfyrirtæki sem leggur áhersla á lífræna ræktun hágæðavína. Þau eru nú fáanleg á Íslandi í fyrsta skipti, á veitingahúsum og í Fríhöfninni í Keflavík til að byrja með. Á því verður hins vegar breyting í næsta mánuði þegar nokkur vín koma inn í vínbúðirnar.

Það verða Bertrand-dagar á Hótel Holti um næstu helgi þar sérvalin vín frá Gérard Bertrand verða í boði með réttum Listasafnsins í tilefni af því að Francois Miquel víngerðarmaður og Christophe Balay sölustjóri fyrirtækisins verða staddir hér á landi í vikunni.

Svona mun matseðillinn líta út en hann verður í boði fimmtudag til sunnudags:

  • Bleikju „rillette“ á brauðþynnum með sítrus vinaigrette
  • G.B. Muscat-O 2010
  • Gljáður humar og hnetukrydduð hörpuskel ásamt eplum og sellerí „escabeche” með andarlifrarkremi
  • G.B. Réserve Speciale Chardonnay 2010
  • Gufusoðin smálúða undir grænmetis- og sjávarhellum, apríkósur og lavander
  • G.B. Réserve Speciale Viognier 2010
  • Brasseraður mjólkurkálfur, Jerúsalem ætiþyrstlar, myrkilsveppir og púrtvínsgljái
  • G.B. Grand Terroir Pic St.Loup 2010
  • G.B. Chateau L‘Hospitalet Grand Vin la Clape 2009
  • Frosinn & fylltur jarðarberjarhnöttur, súkkulaðibar ásamt Banyuls sætvínsdropum
  • G.B. Banyuls vin doux naturel 2008

Verð er 7.900 fyrir matinn en 14.900 fyrir matseðilinn með 6 glösum af sérvöldum Bertrand-vínum.

Bertrand var lengi einn þekktasti leikmaður Frakka í rugby og m.a. fyrirliði Stade Francais. Fjölskylda hans hafði hins vegar um árabil stundað vínrækt á heimaslóðunum í Corbieres í Suður-Frakklandi og þegar Bertrand lauk atvinnumannaferli sínum ákvað hann að einbeita sér alfarið að vínrækt og fjárfesti í nokkrum vínhúsum í Languedoc.

Vínhús hans telst í dag með þeim allra fremstu í Suður-Frakklandi og var m.a. valið European Winery of the Year af bandaríska tímaritinu Wine Enthusiast og „Best Overall Value Winery of France“ af Wine Spectator.

Hann framleiðir allt frá virkilega góðum, tiltölulega ódýrum vínum upp í sannkölluð ofurvín á borð við L’Hospitalet, Cigalus og Pic St. Loup.

.

Deila.