Piccini Memoro

Piccini Memoro er óneitanlega svolítið öðruvísi, þetta er blanda úr fjórum þrúgum, sem ræktaðar eru á gjörólíkum stöðum á Ítalíu. Primitivo frá Púgliu, Nero d’Avola frá Sikiley, Montepulciano frá Abruzzo og Merlot frá Veneto. Sömuleiðis er árgöngum blandað saman og vínið því ekki merkt einum árgangi.

Það kemur svo sem ekki óvart að það séu þrúgurnar úr hinu sólríka suðri sem ráða ferðinni. Þykkt, angan af krækiberjasafa, plómusultu, sveskjum og púðursykri, mjúkt, þægilegt með mildum tannínum.

1.999 krónur.

 

 

Deila.