Kjúklingur með ravíólí og rjómapestó

Hér breytum við hinu klassíska pestó örlítið og gerum yndislega mjúkt rjómapestó. Í stórmörkuðum er hægt að fá ferskt, fyllt ravioli.

  • 600 g kjúklingabringur/lundir
  • 100 g pancetta (eða beikon)
  • 4-5 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 500 g  ravioli, t.d. með ricotta og spínati
  • 2,5-3 dl pestó
  • 2 dl matreiðslurjómi / rjómi
  • salt og pipar

Skerið kjúklinginn niður í bita. Saxið pancetta smátt. Hitið örlitla olíu á pönnu og steikið kjúkling og pancetta þar til að kjúklingurinn hefur tekið á sig góðan lit, 5-7 mínútur.  Bætið þá söxuðum hvítlauk út á og hrærið vel saman. Saltið og piprið.

Blandið saman pestó og rjóma. Setjið út á pönnuna, lækkið hitann og leyfið að malla í nokkrar mínútur þar til að sósan er orðin heit og kjúklingurinn fulleldaður.

Berið fram með nýrifnum Parmesanosti og góðu salati.

Með þessu hentar góður Valpolicella t.d. frá Lamberti.

Deila.