Lamb í marokkóskum kryddlegi

Það er margslungið bragð af þessari kryddblöndu og það á einstaklega vel við lambakjötið. Hægt er að nota hvort sem er lambasneiðar á borð við kótilettur eða sirloin eða skera vöðva í minni bita og þræða upp á grillspjót.

 • 1 kg kótilettur eða 800 g lambavöðvi, t.d. innanlæri eða filé
 • 1/2 dl ólívuolía
 • safi úr einni sítrónu
 • lúka af fínsaxaðri steinselju
 • lúka af fínt söxuðum kóríander
 • 1/2 laukur, fínt saxaður
 • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 2 msk rifinn engifer
 • 1 msk cummin
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1 tsk cayennepipar
 • 1/2 tsk chiliflögur
 • salt og pipar

Blandið öllu saman og látið kjötið liggja í kryddleginum í 2-3 klukkustundir eða yfir nótt í ísskáp. Þeir lötu sem ekki nenna að skera allt niður geta maukað hráefnin saman í matvinnsluvél.

Með þessum rétti á tabbouleh couscous mjög vel við eða þetta búlgursalat hér þar sem avókadó væri þá skipt út fyrir ristaðar valhnetur.

Örlítið kryddaður Nýjaheims Pinot Noir fellur vel að kjötinu til dæmis Saint Clair Pioneer Block Sawcut.

Deila.