Farro Salat

Farro er ítalska heitið yfir heilkorna spelt og hefur veirð snætt við Miðjarðarhafið í þúsundir ára. Það er virkilega gott t.d. í salöt. Hægt er að fá Farro t.d. í Frú Laugu og eflaust víðar en einnig er hægt að skipta því út fyrir bygg. Þetta salat getur vel staðið eitt og sér eða sem meðlæti með margvíslegum mat.

  • 2 dl Farro
  • 1 lúka flatlaufa steinselja, söxuð
  • 1/2 agúrka
  • 4-5 konfekttómatar eða kirsberjatómatar
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 kúla af ferskum mozzarella og/eða niðurskorinn fetaostur
  • grænar ólívur
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • ólívuolía
  • salt og pipar

Sjóðið 2 dl af Farro í 5 dl af vatni ásamt klípu af salti. Þegar suðan kemur upp er hitinn lækkaður og látið malla undir loki í rétt tæpar 30 mínútur. Athugið hvort að kornið sé fulleldað, þá á að vera smá bit í því ennþá. Hellið afgangsvatni frá ef eitthvað er.

Skerið grænmetið niður og setjið í skál. Blandið niðurskornum ostinum saman við, þá sítrónusafa og olíu. Saltið og piprið. Bætið Farro saman við.

 

Deila.