Graslaukurinn er farinn að teygja sig það langt upp úr jörðinni að það má fara að klippa hann og nota í matargerðina. Það er til dæmis hægt að nota graslauk í gott kartöflusalat með grillmatnum.
- 2-3 bökunarkartöflur
- 1 vænt búnt graslaukur, fínsaxað
- 1 rauðlaukur, fínsaxaður
- 1 dós sýrður rjómi
- 1 msk majonnes
- 2 msk rauðsvínsedik
- 3 msk ólívuolía
- 1 tsk sellerífræ
- salt og pipar
Flysjið kartöflurnar, skerið í bita og sjóðið. Leyfið að kólna aðeins.
Setjið kartöflurnar í skál, hellið ediki og olíu yfir, kryddið með salti, pipar og sellerífræjum. Setjið laukin út í skálina og blandið saman. Bætið sýrða rjómanum og majonnesi saman við.
Best er að leyfa salatinu að standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir áður en það er borið fram.