Rósmarínlegnar nautasneiðar

Rósmarín er undursamleg kryddjurt sem passar ekki síst vel með nautakjöti og lambakjöti. Hér er kryddlögur sem er upplagður fyrir nautakjötssneiðar (t.d. ribeye eða nautalund) sem eiga að fara á grillið.

  • 3 rósmarínsstönglar
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1,5 dl ólívuolía
  • 1/3 dl rauðvínsedik
  • nýmulinn pipar

Skolið stönglana undir volgu vatni í smástund. Skafið nálarnar af. Saxið þær smátt. Til að ná sem mestu bragði úr þeim er gott að merja þær aðeins í morteli á eftir. Setjið í skál og blandið saman við önnur hráefni.

Veldið kjötinu vel upp úr kryddleginum og látið marinerast í ísskáp í nokkrar klukkustundir.

Grillið og berið fram með t.d. Farro salati og kartöflusalati með graslauk.

Deila.