Amerískt kartöflusalat

Þetta er sígilt amerískt kartöflusalat sem hentar vel sem meðlæti með nær öllu griluðu kjöti.

 • 800 g kartöflur
 • 1 laukur, fínt saxaður
 • 3 sellerístönglar, skornir í litla teninga
 • 2 harðsoðin egg, skorin í bita
 • 1 búnt steinselja, fínsaxað
 • 1 dós sýrður rjómi
 • 2 msk majonnes
 • 2 dl sýrðar gúrkur, saxaðar
 • 2 msk vínedik
 • 2 tsk sellerífræ
 • 1 tsk sykur
 • 1 msk sinnep
 • 1 tsk dill
 • salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar, skrælið og skerið í bita.

Blandið sellerí, lauk og sýrðum gúrkum saman við.

Blandið sýrða rjómanum og majonessinu saman við edik, dill, sellerífræ, sinnep og sykur. Blandið saman við kartöflublönduna. Saltið og piprið.

Blandið eggjunum og steinselju saman við.

Geymið í kæli þar til að borið er fram.

 

Deila.