Padrone di Casa Brunello di Montalcino 2005

Brunello-vínin frá suðurhluta Toskana eru með bestu og jafnframt dýrustu vínum Ítalíu. Þetta er hins vegar ódýrasta Brunello-vínið, sem hér er fáanlegt.

Vínið hefur nokkuð dökkan lit en þó byrjað að sýna þroska. Ágætlega kröftug angan af dökkum ávöxtum, þroskuðum kirsuberjum og plómum í bland við kaffi og  töluvert áberandi eik. Mjúkt, ágætlega þétt, mjúk tannín. Með bragðmiklum ítölskum réttum og þurrum ostum.

3.498 krónur.

 

Deila.