Asískur kjúklingur og steikt grjón

Asísku brögðin passa mjög vel fyrir grillaðan kjúkling. Kryddlögurinn fyrir kjúklinginn er taílenskur í stílnum en hrísgrjónin meira í anda kínverska eldhússins.

Ef vel viðrar er tilvalið að elda grjónin á pönnu á grilinu.

 • 600 g úrbeinuð kjúklingalæri eða bringur

Kryddlögur

 • 1 dl ólívuolía
 • 1 lúka basil, fínsaxað
 • 1 lúka kóríander, fínsaxað
 • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 2 msk rifinn engiferrót
 • 1 msk púðursykur
 • 2 msk sojasósa
 • 1 msk Red Curry Paste
 • 1 tsk chiliflögur

Blandið öllu saman. Marinerið kjúklinginn í 1-2 klukkutíma eða jafnvel yfir nótt.

Steikt hrísgrjón

 • 3 dl jasmingrjón
 • 2 laukar, saxaðir
 • 2 egg
 • 1 búnt vorlaukur, saxaður
 • 1 lúka kóríander, fínsaxaður
 • 1 msk sesamolía
 • 2 msk sojasósa
 • ólívuolía

Sjóðið hrísgrjónin. Hitið olíu á pönnu eða wokpönnu og mýkið laukinn. Bætið hvítlauknum út á og blandið vel saman. Blandið vorlauknum saman við og steikið áfram í 2-3 mínútur. ýtið grænmetinu tll hliðar á pönnunni og „spælið“ egginn. Þegar þau eru steikt eru þau maukuð með sleif og blandað saman við grænmetið. Látið grjónin út á og steikið í smá stund, 2-3 mínútur.

Bætið sesamolíunni saman við. Blandið kóríander saman við.

Berið fram ásamt grilluðum kjúklingnum, sojasósu og jafnvel sætri chilisósu.

Deila.