Gran Status 2007

Cariñena er svæði innan vínhéraðsins Aragon í norðausturhluta Spánar og hafa vín þaðan verið að vekja athygli alþjóðlega fyrir gæði og verð.

Gran Status er rauðvín úr þrúgunum Garnacha, Tempranillo og Carinena frá vínhúsinu Bodegas Ignacio Marín. Þetta er með ódýrustu rauðvínunum á flösku í vínbúðunum og kemur skemmtilega á óvart. Heitur þroskaður ávöxtur, svolítið beiskur, lakkrís og reykur. Vínið mjúkt og þægilegt.

1.499 krónur. Góð kaup og vínið fær hálfa viðbótarstjjörnu fyrir verðið.

 

Deila.