Baron de Ley Finca Monasterio 2008

Finca Monasterio er vín frá Baron de Ley þar sem notaðar eru þrúgur af ekrum í kringum gamalt klaustur syðst í Rioja-héraði.

Þetta er tignarlegt Rioja í „nútímalega“ stílnum, þar sem frönsk eik er áberandi. Dökkt og höfugt, í nefi brenndur sykur, kaffi og þykkur, massívur og dökkur ávöxtur, sólber og kirsuber. Feitt í munni, kryddað með mjúkum tannínum. Afskaplega þokkafullt vín sem fellur vel að hvort sem er nauti, lambi eða önd.

3.998 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.