Fíkjur með gráðaosti og hunangshúðuðum valhnetum

Ferskar fíkjur og gráðaostur er ein af þessum allt að því fullkomnu samsetningum sem verður þó bara enn betri með hunangshúðuðum valhnetum. Það er best að nota ungan og sætan gráðaost, of þroskaður ostur getur orðið of yfirþyrmandi.

  • Fíkjur
  • Mildur gráðaostur (t.d. ungur Gorgonzola)
  • hunang

Stappið gráðaostinn með gaffli til að mýkja hann. Skerið kross í fíkjurnar og komið fyrir um vænni teskeið af gráðaosti í hverri fíkju.

Hunangsristaðar valhnetur

  • valhnetur
  • hunang (fljótandi akasíuhunang)
  • sykur
  • klípa af salti

Veltið hnetunum upp úr hunangi og sáldrið síðan sykri yfir þær og örlitlu salti. Setjið bökunarpappír á plötu og dreifið hnetunum á pltuna. Bakið við 175 gráður í um 15-20 mínútur.

 

Setjið fíkjurnar á diska og setjið um matskeið af fljótandi hunangi á hverja fíkju. Dreifið hunangsristuðum valhnetuem um diskinn. Berið fram með góðu sætvíni.

 

Deila.