Canepa Chardonnay Classico 2010

Canepa í Chile var stofnað á fyrri hluta síðustu aldar af ítalskri innfllytjendafjölskyldu frá Genoa og leggur fyrirtækið enn rækt við hinn ítalska uppruna sinn.

Þetta hvítvín frá Canepa í Chile er létt, ferskt og óeikað Chardonnayvín. Í nefi mild sítrusangan, smjör og nokkuð míneralískt. Þægilegt, milt, vottur af kryddbiti í lokin. Hið prýðilegasta sumarvín.

1.690 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.