Montes Alpha Chardonnay 2010

Alpha-línan frá Montes er með bestu kaupum sem hægt er að gera í Chile-vínum og hvítvínið í línunni úr Chardonnay-þrúgum frá Casablanca-dalnum er þar engin undantekning.

Vínið er ljóst og ungt á lit, í nefi er eikin áberandi í fyrstu smjörkennd með reyk og vanillu. Smám saman kemur djúpur ávöxturinn betur í ljós, mjög þroskaður sítrus ásamt stöppuðum banana. Margslungið, langt, feitt og rjómakennt í munni. Hörkuvín, fyrir góða sjávarrétti, þess vegna í sósu og ræður sömuleiðis vel við hvítt kjöt.

2.898. krónur. Mjög góð kaup.

Deila.