Kjúklingur með ólífum

Ólívur sem eldaðar eru með kjúklingnum taka í sig bragð úr kjúklingasafanum og úr verður yndislega bragðmikill réttur. Það er hægt að nota flestar góðar ólífur, hvort sem er steinlausar eða með steinum.

  • 1 kg kjúklingalæri og leggir
  • 150-200 g góðar ólífur
  • 1 msk timjan
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Veltið kjúklingabitunum upp úr ólífuolíu, kryddið með timjan. Saltið og piprið. Setjið ólífurnar í eldfast form og kjúklingabitana yfir.

Eldið við 200 gráður í um 45 mínútur.

Skráðu þig á póstlistann með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf.

Deila.