Bleikja í böggli

Með því að pakka bleikjunni og kryddjurtum inn í álpappír myndast góð soðsósa úr hvítvíninu. Hæglega má skipta út bleikju fyrir lax.

  • Bleikjuflök
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 msk fínsaxað estragon
  • 2 msk fínsaxaður graslaukur
  • 2 msk fínsöxuð steinselja
  • 1 msk vínedik
  • 1,5 dl hvítvín
  • ólíuvolía
  • salt og pipar

Leggjið bleikjuflökin ofan á 2 lög af álpappír. Sáldrið kryddjurtunum og pressuðum hvítlauknum yfir. Hellið olíu og ediki yfir og síðan hvítvíninu. Saltið og piprið. Lokið bögglinum vel.

Eldið í um 10 mínútur undir loki á grilli eða í um 15 mínútur í 200 gráðu heitum ofni.

Berið fram með nýjum kartöflum, góðu salati og Chablis.

Deila.