Heimsmetið féll í Skotlandi

Það er ekki bara á Ólympíuleikunum í London sem heimsmetin hafa fallið að undanförnu. Um síðustu helgi komst viskýhúsið Famous Grouse í heimsmetabók Guinnes eftir að hafa framleitt stærstu viskýflösku í heimi.

Ákveðið var að reyna við heimsmetið í tilefni af 107 ára afmæli Famous Grouse auk þess sem tíu ár voru um helgina liðin frá því að móttókumiðstöðin The Famous Grous Experience var opnuð við eimingarhúsið í Glenturret, sem er elsta starfandi eimingarhús Skotlands.

Flaskan var gerð af handverksmönnum hjá glerverksmiðjunni Bomma í Tékklandi en það mun vera eina glerverksmiðja heims sem treysti sér til að handblása þetta stóra flösku. Alls fóru 288 lítrar af viský í flöskuna og tók þrjár klukkustundir að fylla hana.

Flaskan verður ekki drukkin heldur verður hún til sýnis í Glenturret. Fyrra heimsmetið átti Jack Daniels í Bandaríkjunum sem komst í heimsmetabókina í fyrra með 184 lítra flösku.

Deila.