Falafel

Falafel er vinsæll réttur í Mið-Austurlöndum og fyrirmyndin af því sem að við myndum kalla grænmetisbuff.

  • 1/4 bolli af myntu
  • 1/2 bolli af kóríander
  • 1/2 bolli þurrkuð brauðmylsna/heimatilbúið rasp
  • 4 vorlaukar, skornir í bita
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk tabasco
  • salt

Byrjið á því að mauka kóríander,myntu og vorlauk í matvinnsluvél. Bætið næst brauðmylsnu,kjúklingabaunum,cummin og tabasco saman við og maukið vel.

Mótið falafelsneiðar með höndunum. Það er ágætt að setja smá olíu á hendurnar fyrst og ímynda sér síðan að maður sé að fara að búa til hamborgara. Falafelið á sem sagt að vera eins að lögun og hamborgarar. Þessi uppskrift gerir fjögur falafel. Það er líka hægt að móta Falafel í kúlur – áþekkar kjötbollum að stærð.

Hitið ólifuolíu á pönnu og steikið í um fjórar mínútur á hvorri hlið.

Berið fram t.d. með jógúrtsósu, tabbouleh og grilluðu pitabrauði. Í Mið-Austurlöndum er Falafel oft borðað með grænmeti og jógúrtsósu í pítabrauði.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Deila.