Eggaldinsmauk með hvítlauk

Þessu meðlæti kynntumst við fyrst í góðri grillveislu í Mendoza í Argentínu – ekta asado – fyrir rúmum áratug. Þar var það borið fram sem meðlæti með grillaðri nautalund.

  • 2 eggaldin
  • 1-2 hvítlauksgeirar,pressaðir
  • ólífuolía
  • salt

Grillið eggaldinið undir loki þar til að það er orðið mjúkt. Snúið því nokkrum sinnum. Þegar  að það er orðið mjög mjúkt er það tekið af grillinu, skorið í tvennt og skafið innan úr því. Saxið í mauk með hníf. Setjið í skál og hrærið saman við pressaðan hvítlaukinn. Bætið við vænni skvettu af góðri ólífuolíu og bragðið til með sjávarsalti.

Það er auðvitað hægt að baka eggaldinið líka með svipuðum árangri. Bragðið verður ögn mildara þar sem að „reykbragðið“ af því er hýðið  á aldininu sviðnar kemur ekki með sama hætti í ofni.

Deila.