Það er hægt að gera kartöflumús á marga vegu. Það gefur henni þægilega áferð og bragð að blanda fetaosti saman við.
- 3 bökunarkartöflur (ca 800 g)
- 25 g smjör
- 1 dós sýrður rjómi (10%)
- 1/2 fetakubbur
- væn matskeið af fínt saxaðri salvíu
- salt og hvítur pipar
Flysjið kartöflur, skerið í fernt og sjóðið þar til að þær eru orðnar það mjúkar að hægt er að stinga gaffli í gegn.Hellið vatninu frá.
Stappið/maukið kartöflurnar í pottinum og bætið síðan við smjöri og sýrðum rjóma. Hafið pottinn áfram á vægum hita. Hrærið í allan tímann til að músin festist ekki við botninn.
Skerið fetaostinn í nokkra bita og bætið út í ásamt salvíunni. Leyfið honum að bráðna saman við músina.
Bragðið til með salti og hvítum pipar.