Gerard Bertrand víngerðarmaður ársins

Það er margar „vínkeppnir“ sem fara fram árlega og skipta þær mismiklu máli. Enginn þeirra nýtur hins vegar eins miklar virðingar og International Wine Challenge og taka flest helstu vínhús heims þar þátt. Nú í vikunni var tilkynnt að franski víngerðarmaðurinn Gerard Bertrand hefði öðlast titilinn víngerðarmaður ársins í flokki rauðvína (Red Winemaker of the Year) en enginn annar framleiðandi fékk jafnmargar stjörnur í keppninni og hann. Ástralinn Neil McGuigan hlaut sama titil í flokki hvítvína. Þá má geta þess að Codorniu Rose Sparkling Brut fékk viðurkenningu sem bestu kaup í freyðivínum.

Vínin frá Gérard Berrtrand komu hingað til lands fyrr á þessari ári og eru fáanleg í vínbúðunum og fríhöfninni auk þess að vera fáanleg um borð í vélum WOW-air.

Við höfum fjallað um nokkur þeirra og má nefna hið magnaða rauðvín Pic St. Loup og hvítvínið Gerard Bertrand Chardonnay.

Þá má geta þess að enginn annar framleiðandi fær eins margar stjörnur í nýjustu útgáfu frönsku vínbiblíunnar Hachette.

Deila.